Fannst ekki hægt annað en að lífga þetta við svona í tilefni þessarar stórfréttar.

Svo má alltaf skjóta einum Wizard Of Id með:

There's one born
Fór fram úr bíl á hraðbrautinni milli Lund og Malmö í morgun sem er varla í frásögur færandi. Í þetta skiptið skaust fram pínulítið bros því bíllinn hafði hið skemmtilega númer MEL 318, gat nú ekki annað en hugsað aðeins á heimaslóðir þegar ég rak augun í það.
Stundum líður manni eins og þessum sérfræðingi: The Expert
Ákvað í síðustu viku að segja upp hjá Coolstuff eftir eitt og hálft ár í starfi. Ástæðan einfaldlega að ég var að staðna í því sem ég hef verið að gera og kominn tími til að taka næsta skref. Næsti vinnuveitandi heitir Boozt og ég byrja þar 1. maí n.k.
Í dag er áhugaverð grein á svd.se um af hverju Grænland, Ísland og Færeyjar fylgdu ekki með í samningum þegar Svíþjóð tók Noreg af Danmörku. Greinin er hér.