Flestir fjallaprílarar hafa örugglega vitað þetta í dágóðan tíma en við sem lærðum þetta af skólabókunum sitjum svolítið eftir. Mont Blanc er sem sagt ekki lengur hæsta fjall Evrópu, titillinn var fluttur til Mount Elbrus í Kákasusfjöllum í Rússlandi sem lengst af taldist Asíumegin í fjallgarðinum en telst nú Evrópumegin.
Þá er þessum ótrúlega degi lokið, flutningar hófust kl. 10:00, Gummi og Stína færð úr Lundi í Trelleborg á mettíma, ég síðan úr Limhamn í Lund, IKEA afhendur slatti af peningum fyrir ný húsgögn, síðan aftur í Lund með nýjan sófa, þar á eftir í Trelleborg til að skila enn meira dóti og ég skreið heim rétt um kl. 22:00.

Næsta verkefni er svo að finna út hvernig ég ætla að dreifa þessu litla dóti á allt þetta pláss!
Þá er víst komið að því að byrja að pakka. Flutningur í Lund um næstu helgi svo það er líklega að verða kominn tími til.
Þó ég hafi nú ekkert verið sérstakur Apple aðdáandi þá finnst mér heimurinn hafa misst mikinn hugsjónamann. Þó Apple hafi ekki búið til fyrstu einkatölvuna var það Steve Jobs sem bjó til einkatölvuna í núverandi mynd og kom henni í hendurnar á almenningi. Óbeint á ég því honum að þakka áhugamálið sem ég hef haft í meira en 25 ár og fyrir vinnuna sem ég hef í dag.

Takk fyrir allt Steve Jobs!
Þá er maður kominn á Dalvík enn einu sinni. Fínt að komast í smá afslöppun frá stressandi stórborgarlífinu!