Hvernig er það, er ekki fullt af Dalvíkingum sem luma á helling af upplýsingum sem hægt væri að koma inn á dalvískar síður á Wikipedia?
Fyrsti snjórinn mættur í Malmö þennan veturinn! Þó hann sé nú meira í formi hálfgerðrar rigningar þá telst hann með. Kannski maður fari að huga að skíðunum?
Stundum les maður hluti þar sem fólk lætur út úr sér ótrúlega heimskulega hluti og er sannfært um að þessir heimskulegu hlutir séu gáfulegir, a.m.k. eru þeir notaðir við lagasetningar og reglugerðaskrif.

Á vísi.is er grein um að Reykjavíkurborg vilji lækka hámarkshraðann á hluta Hringbrautar til að minnka slysahættuna þar. Í greininni er talað við Karl Sigurðsson, formann umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar sem er talsmaður þess að hámarkshraðinn sé lækkaður. Hann lætur m.a. annars út úr sér þessa stórfenglegu setningu:
"Það er nú bara staðreynd að hámarkshraði er ekki virtur þarna eins og er og ég get ekki séð að menn muni bera minni virðingu fyrir honum verði hann lækkaður."

Núverandi hámarkshraði er sem sagt ekki að virka og einhvern veginn á þá lækkaður hámarkshraði að fækka slysum.

Lækkun hámarkshraða er í langflestum tilvikum ekkert annað en ódýr leið fyrir pólitíkusa þar sem þeir koma sér hjá því að takast á við raunverulega vandamálið sem í ansi mörgum tilvikum eru illa hönnuð umferðarmannvirki, byggð fyrir allt of litla umferð og með endalausu flækjustigi. Allt til að pólitíkusarnir geti sagt "við gerðum eitthvað"!
"Fjórða valdið" stendur sig alltaf vel í að birta fréttatilkynningar frá raunverulega valdinu og þykjast hafa skrifað þær sjálfir!
Þá er það orðið opinbert í vinnunni, ég sagði upp í dag og byrja á nýjum stað þann 1. desember. Nýja fyrirtækið heitir Guava og ég verð staðsettur í Lundi, a.m.k. til að byrja með.